Saturday, December 20, 2008

Fyrsti gesturinn kominn í Jónshús...

Komum í Jónshús seinnipartinn í gær og það var allt eins og það á að vera. Fannhvít jörð og rólegt veður. Fyrsti gesturinn af mörgum er nú þegar búinn að láta sjá sig, henni/honum var reyndar ekki boðið en Lína eins og við köllum hana gæddi sér í harðfisk sem keyptur var í rjómabúðinni. Jólabjórinn var í kælingu út í skafli og í pokanum var harðfiskurinn, Lína nýtti sér það sjálfsögðu...












Thursday, November 27, 2008

Í Bláskógarbyggð...

Bústaður í Brekkuskógi í Bláskógarbyggð er alveg málið, enda er stefnan tekin þangað aftur í desember. Umhverfið er ótrúlega afslappað og maður gleymir öllum heimsins áhyggjum, jafnvel þó að töluverður tími hafi farið í próflestur í þessari ferð. Verst var að geta ekki hitt Örlyg Axelsson 79´model það hefði svo sannarlega lífgað upp á ferðina!




































Wednesday, November 19, 2008

Hummmm....











Friday, November 07, 2008

Ljótupeysudagur.

Föstudaginn 31.okt þá var svokallaður Ljótupeysudagur í vinnunni hjá mér. Þetta uppátæki þótti takast vel. Sérstaklega á þessum föstudegi þar sem að 90% af íslensku þjóðinni kveið fyrir því að vita hvort að þau myndu vera með vinnu á mánudeginum næsta. Það var spenna í fólki út af ástandinu á vinnumarkaðnum og vegna þess að verðlaunin fyrir ljótustu peysuna voru góð. Það var því miður ekki hægt að keppa við bútasaumspeysuna hans Sigga. Það má segja að úrslitin hafi verið ljós strax um morguninn. En það breytti því ekki við skemmtum okkur konunglega allan daginn. Mæli með þessu...






Friday, October 31, 2008

Gleðistraumar...

Jákvæðni er ótrúlega vanmetið fyrirbæri, það glettilega auðvelt að vera jákvæður. Samt dettur maður af og til í ruglið. Vissulega verða alltaf erfiðleikar til staðar en það breytir því ekki að við höfum öll fullt af hlutum til að gleðjast yfir. Þetta er alltaf spurning um það hvernig fólk lítur á hlutina, alltaf spurning um viðhorf. Ekki vera að svekkja þig á tilganslausum hlutum gleðstu, frekar yfir því sem skiptir máli það er bara svo miklu betra . Læt fylgja með nokkrar myndir úr snilldar bústaðarferð á bökkum Tungufljóts hjá tengdó um síðustu helgi. Arin, heitur pottur og stjörnubjartur himinn að ógleymdum Andra Degi í essinu sínu. Þarf að segja meira?

















Tuesday, October 28, 2008

Fuck off chelsea fc...you ain't got no history! 5 european cups and 18 leagues, that's what we call history!







Tuesday, October 21, 2008

Langur tími enginn sjór...

Nú er komið nóg af þessu bulli, hef ekki bloggað lengi og notaði það sem afsökun að ég væri að hafa það gott og væri að læra. Það er engin afsökun, reyndar hafði ég það mjög gott úti á Tenerife með allri fjölskyldunni og er búinn að læra fullt líka. Var einmitt að fá úr fyrsta prófinu í Háskólanum í Reykjavík og náði að enda í topp 3 í bekknum. En hún Magnea Guðrún eða Maggý klukkaði mig og að sjálfsögðu spila ég með í þeim leik.

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
- Frystihúsið á Raufarhöfn í saltfiskverkun.
- Á lyftara í Umbúðamiðstöðinni.
- Tómstundaleiðbeinandi hjá ÍTK
- Sjónvarpskynnir hjá Ríkissjónvarpinu, good old scream.

2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:
- Englar Alheimsins
- Sódóma Reykjavík
- Nói Albinói
- Börn.

3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:
- Hættulegasta hverfi á Íslandi, Fellunum í Breiðholtinu.
- Í peningalyktinni á Raufarhöfn.
- Í snjónum á Akureyri.
- Kópavogi, bæði í Vesturbænum og Breiðabliksblokkinni.

4.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Danmörk eins og hún leggur sig.
- Liverpool svona 2-3 sinnum á ári síðustu 4.ár .
- Le France, Champagne, Lens, Paris o.s.frv.
- Tenerife, æðislegur staður þar sem hægt er að slappa af!

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- Family guy.
- Klovn
- Dagvaktin.
- Little Britain

6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:
- http://www.visir.is/
- http://www.kop.is/
- http://www.fotbolti.net/
- http://www.facebook.com/

7. Fernt matarkyns sem ég held upp á:
- Gott íslenskt lambakjöt er í miklu uppáhaldi
- Eldbökuð pizza með rjómaosti og öllu hinu.
- Rjúpurnar og aspassúpan á aðfangadag toppa allt.
- Nautalund, bernaise by Mr.Snorrasson...úffff!

8. Fjórar bækur/blöð sem ég held upp á/les oft:
- Fréttablaðið
- Monitor
- Rauði herinn
- Stubbur, eiginlega á hverju kvöldi.

9. Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna:
- Bara akkurat þar sem ég er staddur
- Í Liverpool á leiðinni á stórleik.
- Í Karabískahafinu
- Uppi í sumarbústað með allt á kafi í snjó.

10. Fjórir bloggarar sem ég á að klukka:
- Að sjálfsgögðu Addi E.
- Sigurrós a.k.a Swissú
- María Vera Gísladóttir.
-Fríða frænka

Ætla að setja inn nokkrar góðar myndir frá Tenerife inn fyrir helgi.

Góðar stundir.

Monday, August 25, 2008

Lítið bloggað...

já það er búið að vera lítið bloggað enda mikið að gera og ekki mun ég blogga mikið næstu 2-3 vikurnar. Við erum að fara til Tenerife í 2 vikur og ég komst inn í Háskólann í Reykjavík til að nema mannauðsstjórnun, það mun taka sinn tíma í vetur. En ég er allaveganna rosalega spenntur bæði fyrir Tenerife og Háskólanum í Reykjavík. Hafðu það gott, það ætla ég svo sannarlega að gera!


Tuesday, July 08, 2008

Útilegufólkið.

Við höfum svo sannarlega náð að nýta þetta sumar, búin að fara upp í bústað og erum búin að fara í 2 æðislegar útilegur. Fyrst fórum við á Þórisstaði í Svínadal og svo fórum við í 365 útilegu í Húsafelli um síðustu helgi. Veðrið hefur verið geðveikt í bæði skiptin ekkert nema sól og blíða, en það toppar fátt Húsafell. Þar voru 22.gráður í forsælu og ég man eiginlega ekki eftir því að hafa verið í svona blíðu á Íslandi. Held að það hafi síðast gerst í Þórsmörk um árið þegar að við vinirnir vorum í skotapilsum en Viggi og Sösi voru reyndar á typpinu mikinn part af helginni.
Sumarið er að verða annsi vel planað. Á föstudaginn þá erum við að fara fljúga til Þýskalands og við verðum hjá Aldísi systir í Lúx. Förum líka til Frakklands, ætlum að skella okkur í Disneyland Paris. Kata og Hinrik koma með og svo hittum við Elvu systir úti. Já ég á 4 systur fyrir ykkur sem eruð búin að þekkja mig lengi en vissuð það ekki.
Eftir þessa ferð þá förum við í brúðkaup hjá Bjössa og Boggu, svo er komið að Verslunarmannahelginni. Eftir það þá förum við í bústað í Kjarnaskógi með Kidda, Söru og Grím Loga. Í lok september förum við svo í 2 vikur til Tenerife, ég er bara mjög ánægður með þessi plön. Það sést kannski best á blogginu að það er mikið að gera, enda lítið um blogg.
Hérna eru allaveganna myndir úr þessum 2 úilegum...












Wednesday, June 18, 2008

Þvílíkur dýrðardagur.

Okkar ástkæri Magni Supernova söng á sínum tíma ,, ég get allt ég afmæli í dag ég nenni ekki neinu´´ . Mér líður eins eða næstum því, mér finnst ég allavegann geta allt. Ég var vakinn í morgun með æðislegri afmælisgjöf frá Sigrúnu Ingu og Andra Degi. Þau gáfu mér falleg orð á korti og Ray Ban Polar sólgleraugu, það er eitthvað sem að mig hefur alltaf langað í en einhverra hluta vegna ekki látið það eftir mér. Það er alveg einstakt með gjafirnar frá Sigrúnu, þær hitta alltaf beint í mark. Hún gefur mér sólgleraugu og á afmælisdaginn minn þá er ekki eitt einsta ský á himni og besti dagur sumarsins hingað til staðreynd.
Reyndar var besti dagur sumarsins á laugardaginn síðasta þegar að Andri og Maggý eignuðust æðislegan strák sem að ég get ekki beðið eftir að fá að sjá aftur. Svo ótrúlega glæsilegur.
Þau eru komin með síðu fyrir litla Lefever. http://www.barnanet.is/litlilefever
Svo var líka frábær dagur á mánudaginn 16.júní, þá fór ég á völlinn með Tómasi Beck, Bjögga Júl og pöndublikunum að sjálfsögðu. Í þetta skipti mættu hrokagikkirnir og vælutúðurnar í fh á Breiðabliksvöllinn, þetta fh-lið fékk það sem að það átti skilið eða almennilega rasskellingu frá Blikunum og skipti ekki máli hvort að það var inni á vellinum eða uppi í stúku. Botnleðjumenn og vinir þeirra í fh-mafíunni voru jarðaðir og fóru aftur í Fjörðinn með skottið á milli lappanna. Á umferðarljósum eftir leik hittum við svo Olgeir leikmann Breiðabliks í stationbíl, hann skrúfaði niður og ræddi við okkur í smá tíma. Hann sagði að nú ætlað Blikaliðið að sýna stöðugleika í næstu leikjum, ég hef trú á þeim en ég veit ekki hvort að þeir hafa trú á sér sjálfir?
Um kvöldið þá hittum við Bobby/Jeppann/Björn Óla á samt konu sinni og öðru góðu fólki heima hjá Þorgerir Hólm. Þar var líka Jóney, hún sagði læknasögur að austan. Þar voru líka massaðir æfingafélagar hans Þorgeirs og flugmannavinir hans Tomma. Flugmennirnir og massarnir náðu vel saman, en Lygi sela komst ekki hann fór að hitta gamla bekkjarfélaga úr Háskólanum. Bobby tók lagið seinna um kvöldið í karaoke og það var bara eitt lag sem kom til greina, Winds of Change með Scorpion.
Núna er ég að klára vinnudaginn og ætla að ná í son minn á leikskólann. Ég ætla að taka auka hring í sólinni um Vesturbæinn í Kópavogi á vespunni á leiðinni heim þar sem ég hitti yndislegu kærustuna mína. Við ætlum svo að ná í Hinrik Snæ og Mömmu og Pabba og fara með fulla vasa af frímiðum í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn þar sem að við förum í öll tækin aftur og aftur. Eftir það verður svo veisla með öllu tilheyrandi, það er annars mismunadi hvað fólki finnst vera tilheyrandi. Kiddi finnst til dæmis í lagi að hita grænar baunir áður en þær eru borðaðar. Það finnst mér ekki, en öðru máli gegnir um gulu baunirnar. Þær má hita með smá smjöri og salti.
En um síðustu helgi þá komumst við ekki í útilegu þar sem að Andri Dagur var veikur, við fórum því í staðinn í bústaðinn hjá pabba hennar Singu. Það var mega nice, en um næstu helgi þá ætlum
við í afmælisútilegu. Nú þegar eru nokkrir búnir að melda sig, komdu með!